Svo virðist sem hrossaflugufaraldur sé í Hafnarfirði. Að meðaltali hef ég fengið 4,2 hrossaflugur í andlitið á morgnanna á leið minni frá útidyrahurðinni að bílnum mínum, á för minni í vinnuna.
Ég þarf að finna mér leiðinlegri vinnu því ég gapi alltaf úr hressleika og spennu yfir vinnudeginum þegar ég yfirgef íbúðina, með hræðilegum afleiðingum. Á móti kemur að ég þarf ekki morgunmat í vinnunni. Fínn morgunmatur líka. Ekki ósvipað kjúklingi.
En allavega, ég er kominn út fyrir efnið. Hrossaflugufaraldur í Hafnarfirði = vont. Sem orsakar: Ég = dapur.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.