sunnudagur, 10. ágúst 2008

Fyrsta körfuboltaæfing tímabilsins er að baki. Hún var í gærmorgun. Þetta tímabilið hefur liðið, UMFÁ, fastráðinn þjálfara sem sýnir enga linkind.

Í dag er ég með harðsperrur í 95% líkamans, þar á meðal í hjartanu. Bara að rita þessa færslu hefur kostað mig 25 mínútur, mikinn sársauka og smá blóð úr liðamótum fingranna.

Næsta æfing er svo á morgun klukkan 19. Ég hlakka svo til að ég ældi smá.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.