þriðjudagur, 12. ágúst 2008

Þvottavélin mín, Þorgerður, er biluð. Ekki geðbiluð, þar sem hún er þvottavél. Hún er biluð á þann hátt að hún virkar ekki lengur. Svo biluð er hún að hún er líklegast ónýt.

Vertu því sæl Þorgerður Þvottavél. Það voru forréttindi að kynnast þér. Þín verður ávallt minnst sem besta þvottavél sem nokkur kærasti gæti átt. Ég mun aldrei gleyma nóttinni okkar saman. Þú veist um hvað ég tala. Enginn þreif eins og þú.

Hvíldu í friði. Þorgerður Þvottavél 2007-2008.


Þorgerður í einu af sínum geðköstum undir lokin.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.