miðvikudagur, 27. ágúst 2008

Undanfarið hefur aðsóknin á þessa síðu farið dalandi, sérstaklega eftir að ég kvaddi Háskólann í Reykjavík og þarmeð talsvert af aukapersónum á þessu bloggi.

Sumarið sem er að líða náði álíka lægðum og síðasta sumar, þegar ég m.a. hætti að skrifa niður hugsanir af tilliti til barna sem gætu slysast hingað inn og aldrei beðið bætur. Svo slök aðsókn er óásættanleg.

Ég ákvað því að bregða á það ráð að fá fleiri aukapersónur á þetta blogg og yngja það upp. Ég byrja á því að flytja Jónas Reyni til Reykjavíkur, svo ég geti farið með honum í bíó og jafnvel tónleika. Jónas Reynir er rétt rúmlega tvítug steingeit sem hefur gaman af póker og söngvamyndum. Hann er fyndinn. Gefið Jónasi Reyni gott klapp!

Nú vonandi glæðist aðsóknin eitthvað.

0 athugasemdir: