Ástæðan er tónleikar með meistaranum Sebastien Tellier (sjá neðst fyrir hljóðdæmi) en ég efast verulega um kynhneigð mína þegar ég hlusta á tónlist hans.
Til að lágmarka körfuboltahreyfingarleysið hef ég ákveðið að stíga óvenjulegan dans á tónleikunum. Hann mun innihalda framstig, armbeygjur, sprengihopp og magaæfingar ásamt sprettum yfir allt dansgólfið og til baka.
Allavega, hér að neðan eru nokkur lög með Sebastien Tellier:
1. Roche - Fyrsta lag plötunnar Sexuality. Frábært helvítis lag.
2. Divine - Af plötunni Sexuality. Eurovisionlag Frakka í ár. Eina góða Eurovisionlag síðustu 45 ár, gróflega áætlað.
3. Pomme - Dónalag af plötunni Sexuality. Passið ykkur.
4. Sexual Sportswear - Hver kannast ekki við kynferðisleg íþróttaföt. Nú er hægt að hlusta á þau líka. Af plötunni Sexuality.
5. La Ritournelle - Líklega eitt fallegasta lag síðustu ára.
6. Divine (Danger remix) - Mjög gott remix af eurovisionlagi Tellier. Varð að láta það fylgja. Ég er svo klikkaður.
Segið svo að ég geri aldrei neitt fyrir ykkur nefapana nema uppnefna ykkur.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.