föstudagur, 8. ágúst 2008

Það gleður mig að tilkynna að ég hef eignast nýjan uppáhalds lit. Hér er sagan öll:


Í upphafi var aðeins nammi. Uppáhaldsnammi mitt var blár Ópal. Blár varð því uppáhaldsliturinn minn.


Svo þroskaðist ég upp í körfubolta. Ég hélt með Utah Jazz, sem voru í fjólubláum búningum. Þarmeð varð fjólublár uppáhaldsliturinn minn.

Síðan hefur heimurinn breyst. Blár Ópal er hættur í framleiðslu og Utah Jazz skipti um lit svo ég fór í tilvistarkreppu hvað uppáhaldslit varðar.


Svo varð Excel og Excel uppfærðist. Fyrr á þessu ári uppfærði ég Excel 2003 upp í Excel 2007. Í nýju uppfærslunni er litadýrðin mun meiri en áður. Það var þar sem ég kynntist nýjum lit; blágrænn/sægrænn/grænn. Nú lita ég allar mínar Excel skýrslur með þessum lit og nota hvert tækifæri til að spjalla við fólk um hann.

Blágrænn/sægrænn/grænn er nýr uppáhalds liturinn minn!

Mér fannst siðlaust að láta ekki lesendur vita af þessari breytingu, ef einhver ætlaði t.d. að gefa mér samfesting eða eitthvað.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.