föstudagur, 29. ágúst 2008


Hvernig er hægt að vera miðaldra, þunn- og síðhærður, fúlskeggjaður, sóðalegur, þybbinn, klæddur í glansjakka, keðjureykjandi, keðjudrekkandi, dópandi, stynjandi í míkrófóninn, algjörlega óskiljanlegur þegar hann talar eða syngur og samt ná að valda undaðshrolli hjá hundruðum tónleikagesta svo þeir öskra við það eitt að sjá hann (undirritaður meðtalinn)?

Sebastien Tellier getur þetta. Ég ætla að verða eins og hann þegar ég verð stór.

Tónleikarnir í kvöld með Sebastien Tellier voru magnifique (ísl.: geggjaðir). Ég held ég elski hann. Ég er samt ekki alveg viss, þannig að ekki segja honum strax að ég hafi sagt þetta.

Með betri lögum hans, Kilometer af plötunni Sexuality:

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.