Fólk sem hefur hitt mig undanfarið hefur tekið eftir einhverri breytingu á mér og mínum karakter, án þess þó að vita nákvæmlega hvað það er. Ég opinbera það núna:
Ég keypti mér örbylgjuofn í dag. Síðan það gerðist hef ég ljómað.
Hér eru þá fjölskyldufréttirnar þessa vikuna:
* Björgvin bróðir trúlofaður.
* Kolla systir ólétt.
* Styrmir bróðir giftur og með 2 börn. Engar fréttir svosem.
* Ég keypti mér örbylgjuofn.
Lífið breytist hratt.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.