mánudagur, 25. ágúst 2008

Helgin var viðburðarík. Hér er það helsta:

* Ég fór aldrei í bíó. Hef bara farið einu sinni í bíó síðustu 2 vikur. Ég færi skömm yfir ætt mína með þessum hræðilega árangri.

* Á laugardaginn prófaði ég tívolíið í Holtagörðum, snúandi bollana nánar tiltekið. Líklega vanhugsaðasta aðgerð síðustu ára þar sem ég verð fárveikur á því að fara yfir hraðahindrun. Ég er enn sjóveikur/bollaveikur.

* Kíkti örstutt á tónleikana á Miklatúni. Ætlaði svo að skjótast heim og fara í hlýrri föt en sofnaði í sófanum heima. Mjög lélegur skipta-um-föt árangur.

* Þvottavélin Þorgerður snéri aftur í fangið á mér fyrir tilstilli viðgerðarmanns frá Ormsson. Ég eyddi gærkvöldinu í að kúra með henni, loksins í hreinum fötum. Endaði reyndar nakinn.

Aldrei þessu vant er þetta ekki fullkomlega tæmandi listi. Ykkur kemur restin ekkert við.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.