Í gær hafði ég endalaust af blogghugmyndum. Ég geng jafnvel svo langt að segja hug minn hafa verið Geysi blogghugmynda.
En svo hugsaði ég "Ég hef verið frekar neikvæður undanfarið. Er ekki kominn tími á að sleppa allri bölsýni?" og ég svaraði sjálfum mér "ok þá".
Þess vegna bloggaði ég ekkert í gær.
En í dag líður fólki almennt illa, að því er virðist, auk þess sem ský hefur dregið fyrir sólu og bensínverð hækkaði nýlega. Þannig að ég er í nokkuð góðu skapi.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.