miðvikudagur, 30. apríl 2008

Punktar!

* Í gær afþakkaði ég að taka þátt í að giska á úrslit leiks í UEFA keppni einhverri. Ég giskaði samt með samstarfsmanni mínum, í sprellstuði. Í morgun frétti ég svo að mín spá var rétt. Ég hefði unnið yfir 20.000 krónur ef ég hefði samþykkt að keppa. Snjallt.

* Í morgun fattaði ég að ég hafði ekki tannburstað mig áður en ég fór að sofa, þar sem ég kom beint úr sturtu. Þetta er þá í fyrsta skiptið á ævinni, svo ég viti til, að ég gleymi að tannbursta mig fyrir svefn. Ég bætti upp fyrir þetta með því að tannbursta mig með rakvélinni, til að tryggja enga skemmd.

* Fyrir hálftíma var mér sagt að á morgun sé frídagur, einhverra hluta vegna (þeas ég veit ekki af hverju einhver var að tala við mig). Þetta hafði ég ekki hugmynd um. Planið um að mæta illa sofinn í vinnuna á morgun er fyrir bí(l). Ég er ónýtur maður.

* Ég er ekki alveg með sjálfum mér þessa dagana. Það gæti tengst fráhvarfseinkennum heróinfíknar minnar. Ég hallast þó frekar að svefnleysi, stressi og flensunni sem ég ætla seint að ná fullkomlega úr mér.

Punktum lokið.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.