þriðjudagur, 29. apríl 2008

Ég hef alltaf forðast að hlusta mikið á Jeff Buckley, þar sem ég gæti misst mig í aðdáuninni. Nýlega heyrði ég óvart lag með honum og ég hef ekki getað sofið síðan. Snilldarlag, flutningur og texti!

Lover, you should've come over (ísl.: 18 rauðar rósir), gjörið svo vel:


Svo að fólk geti öskrað með hátindi lagsins með tárin í augunum:

Its never over, my kingdom for a kiss upon her shoulder
Its never over, all my riches for her smiles when I slept so soft against her
Its never over, all my blood for the memories and the sweetness of her laughter
Its never over, shes the tear the hangs inside my soul forever

(Ísl.: túlkunaratriði.)

Til að núlla þessa væmni kemur hér annað myndband, með Bert og Ernie (Ísl.: Örn og Örlygur) að prófa sig áfram í dauðajárni:




Þeir sem þrauka út myndbandið fá 2 rokkstig (sem greiðast í gegnum einkabanka).

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.