mánudagur, 28. apríl 2008

Þegar ég er spurður dags daglega, í kæruleysislegu spjalli „Hvernig hefurðu það?“ fyllist ég alltaf vanlíðan þar sem mér finnst orð ein og sér ekki lýsa líðan minni nógu vel. Ég enda yfirleitt á því að reyna að túlka líðan mína með einhverskonar dansi, sem kemst aldrei almennilega til skila (vegna eymsla minna í fótum).

Mér finnst mun betra að tjá mig í rituðu og teiknuðu máli. Jafnvel bundnu máli, en ekki núna. Hér er svar fyrir alla sem hafa spurt mig að þessu undanfarið:



Líðanin er á skalanum 0-10, þar sem 0 er andstyggileg vanlíðan og 10 er óhugnarleg sæla.

Hvernig hafið þið það annars? Sendið Excelsvör á finnurtg@gmail.com.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.