Nýlega bættist áttunda undur veraldar við listann yfir undur veraldar. Svona einhvernveginn er listinn eftir viðbótina:
1. Píramídarnir í Giza.
2. Hengigarðarnir í Babýlon.
3. Seifsstyttan í Ólympíu.
4. Artemismusterið í Efesos.
5. Grafhvelfingin í Halikarnassos.
6. Kólossos á Ródos.
7. Vitinn í Faros við Alexandríu
8. Prentarahelvítið í vinnunni minni sem prentar ekkert, þrátt fyrir að vera rétt tengdur og sýna engin villuboð.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.