miðvikudagur, 13. febrúar 2008
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Nýjasta Kollekt auglýsing Símans, sem ég virðist ekki finna á netinu, fjallar um strák sem er að hrekkja köttinn sinn á pirrandi hátt. Kötturinn borðar þá eiganda sinn í einum bita. Eigandinn er svo fastur í maganum og á enga inneign í símanum til að láta vita af sér.
Þessi auglýsing er sú heimskulegasta, barnalegasta, ófyndnasta og ömurlegasta sem ég hef um ævina séð. Hún er svo vond að mig langar til að sprengja hausinn af einhverju smádýri, úr reiði. Eða rista upp magann á einhverjum vondum náunga og sparka svo í hann, svo allt fari út um allt.
Annars er það að frétta að ég fór á nýjustu Rambo myndina í gær. Það þarf að finna eitthvað nýtt orð yfir hvað gerist í myndinni. Orðasamsetningin "óendanlegt ofbeldi" nær enganveginn að lýsa henni. Ég sting upp á "Hroðbeldi". Mæli með myndinni, sérstaklega fyrir siðblinda ofbeldisseggi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.