Nú er enn ein vikan liðin og tími til kominn til að líta yfir farinn veg. Þetta gerðist í vikunni:
* Ég fór einu sinni í bíó. Myndin Cloverfield (Ísl.: Skrímsló) varð fyrir valinu. Ég er enn að hugsa hvort þetta sé góð mynd eða vond. Kannski var hún ágæt. Hvernig á ég að vita það?
* Í vikunni voru 45 ár síðan ég missti allt tímaskyn.
* Ég kom fáklæddri stelpu til að gráta í byrjun vikunnar, kviknakinn. Ég var að koma úr sturtu í World Class og að teygja mig í handklæðið mitt þegar stelpa á sundbolnum gekk inn og sá mig frosinn í þessari vandræðalegu stellingu, felandi ekkert. Hún snéri við og hljóp út grátandi (sennilega úr hamingju). Ég grét hinsvegar ekki, heldur kjökraði.
* Restinni er ég búinn að gleyma.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.