Ég get skilið ýmislegt. Ég skil til dæmis af hverju fólk lætur teikna mynd á sig sem fer aldrei (húðflúr), þó ég myndi aldrei gera það sjálfur.
Ég get líka skilið af hverju fólk kýs dæmigerðasta eurovision lag allra tíma sem aldrei mun fá stig í keppninni erlendis, í stað þess að kjósa eitthvað frumlegt og jafnvel fyndið (dr. Spock/Mercedes fríkin).
Ég get jafnvel skilið hvernig heil þjóð getur stutt mann sem stundar útrýmingu kynstofns og stríð um víða veröld (Hitler/Bush).
En ég get ekki skilið hvernig fullorðnir karlmenn geta klæðst rauðum gallabuxum eins og ekkert sé sjálfsagðara. Ég sá svoleiðis í gærmorgun og hef ekki hugsað um annað síðan.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.