Nýja útvarpsauglýsingin frá Umferðarráði er að slá í gegn, amk hjá mér. Í henni heyrist maður geispa mjög fast. Því næst er fólki bent á að þreyta valdi slysum í umferðinni.
Ég hlusta bara á útvarpið í bílnum, eins og ca 50% af þjóðinni geri ég ráð fyrir.
Þar sem geispi er mjög smitandi geispaði ég ítrekað við að hlusta á auglýsinguna og keyrði næstum á ljósastaur. Frábær auglýsing!
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.