
Þessa mynd ætlaði ég að senda inn á föstudaginn síðasta í gegnum símann og slá þannig tvær hrossaflugur í einu höggi:
1. Að blogga.
2. Að vera mjög væminn (mikið áhugamál hjá mér).
Það tókst ekki betur en svo að síminn fraus þannig að á skjánum blikkuðu skilaboðin "424A324". Þessu tók ég eftir eftir (eftir skrifað þrisvar í röð) hálftíma af ótrúlegri kyrrð.
En þá kem ég mér að efninu; ég náði að þýða skilaboð símans til mín. 424A324 þýðir "Komm on! Ekki senda þessa glötuðu mynd á bloggið maður".
Ég diffraði og heildaði skilaboðin á víxl þar til skilaboðin komu ljós.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.