sunnudagur, 17. febrúar 2008

Á fimmtudagskvöldið síðasta ákvað ég að brjóta odd af oflæti mínu og hitta vini mína í keilu. Það er ekki í frásögu færandi nema fyrir það að ég lét sjá mig á almannafæri. Og jú, ég skoraði 194 stig í fyrri umferðinni, sem er ca 18% aukning á fyrra meti mínu. Alls vorum við 7 að spila og þurftum 2 brautir undir mannskapinn. Bergvin vann lotu 2 talsvert öruggt.


Þessu náði ég þrátt fyrir truflun sjóræningja sem til heyrir Pirates of the Faxaflói grúppunni sem slapp af kleppi rétt fyrir helgi.


Til að fagna þessum árangri fór ég í bíó í gærkvöldi á myndina Sweeney Todd.


Myndin inniheldur skemmtilega leikara og er leikstýrð af Tim Burton, þannig að ég bjóst við að hún væri nokkuð skotheld. Það gleymist að taka það fram í auglýsingunni fyrir myndina að hún er sungin. Og ekki bara sungin heldur eru lögin þau leiðinlegustu sem mögulegt er að semja. Án nokkurs vafa leiðinlegasta mynd sem ég hef séð síðustu ár. 0 stjarna af 4.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.