föstudagur, 15. febrúar 2008

Nýlega kom myndin P.s. I love you í sýningu í bíóhúsum landsins (lesist: Reykjavíkur). Þetta er hvalreki fyrir menn (karl- og kvenmenn) sem elska einhvern á laun og vilja athuga hvort tilfinningin er gagnkvæm. Það þarf samt að fara varlega með notkunina á myndinni. Hér er smá kennslustund:

A er ástfangin(n) af B sem óvíst er hvernig líður varðandi A. A hittir B á spjalli á netinu*:

A: Hæ, hver er uppáhalds liturinn þinn?
B: Glær, af hverju?
A: Æ bara. Jæja, fleira var það ekki. Bæbæ
A: P.s. I love you...
B: ha?? OJ!!!
A: ...er víst góð mynd, en hún er í bíóhúsum landsins.
A: Hvað hélstu að ég meinti?
B: Ó, nei ekkert. Já, fín mynd.
A: ok, bæ
B:

Í dæminu að ofan var viðkomandi synjað, en með því að nota myndina bjargaði hinn ástfangni sér fyrir horn. Þetta þarf ekki alltaf að fara svona, þó það sé líklegt.

* Til að gera samtalið skýrara voru ca 50 broskallar fjarlægðir úr spjallinu.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.