Ég las það í Fréttablaðinu í morgun að Paul nokkur Mc nokkur Cartney eigi að borga fyrrum (gleði?)konu sinni Heather Mills 9 milljarða króna fyrir að hafa verið gift honum.
Áhugavert. Mig minnir að þau hafi gifst 11. júní 2002 og gott ef þau hafi ekki ákveðið að skilja 17. maí 2006. Þau voru semsagt gift í ca 1.436 daga.
Ef við gerum ráð fyrir að þau hafi verið hress og stundað mök 4 sinnum í viku, þá reiknast mér að hún hafi tekið um 11 milljónir króna fyrir hvern drátt á meðan á hjónabandinu stóð.
En þetta snýst ekki um mök. Þetta snýst um ást.
Hún tók þá 6.267.409 krónur á hvern ástfanginn dag eða 261.142 krónur á tímann. Líklega best launaða portkona heims, ef hún væri það. Sem hún auðvitað er ekki.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.