laugardagur, 9. febrúar 2008

Það er stefna mín sem forstöðumaður samskiptasviðs körfuknattleiksdeildar meistaraflokks ungmennafélags Álftaness að hafa allt upplýsingakerfið gagnsætt, þeas að allir viti hvað er um að vera. Nýlega barst mér tilkynning frá einum leikmanni liðsins um breytt netfang. Þá vitið þið það. Hér er svarið:

„Sæll [nafn leikmanns].

Sem forstöðumaður samskiptasviðs körfuknattleiksdeildar meistaraflokks ungmennafélags Álftaness, gleður mig að tilkynna þér, óbreyttum leikmanni körfuknattleiksdeildar meistaraflokks ungmennafélags Álftaness, að beiðni þín um breytt tölvupóstfang hefur verið meðtekin. Hún verður tekin fyrir á næsta framkvæmdaráðsfundi samskiptasviðs körfuknattleiksdeildar meistaraflokks ungmennafélags Álftaness og ef samþykkt verður að framkvæma hana, mun beiðnin verða send áfram á framkvæmdastjóra tölvupóstfangsbreytinga körfuknattleiksdeildar meistaraflokks ungmennafélags Álftaness (Finnur Torfi Gunnarsson, eða ég líka), sem mun ráðast í framkvæmdir.

Ég þakka fyrir gott samstarf í þessu verkefni og vona að þú haldir áfram að sýna samstarfsvilja í framtíðinni.

Kv.
Finnur Torfi Gunnarsson
Forstöðumaður samskiptasviðs körfuknattleiksdeildar meistaraflokks ungmennafélags Álftaness
S: 867 0533“


Hann hugsar sig vonandi tvisvar um áður en hann breytir aftur um netfang.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.