þriðjudagur, 5. febrúar 2008

Þá er komið að miðnæturfréttum.

* Í gær sigraði UMFÁ Glóa á útivelli í 2. deildinni í körfubolta. Til gamans má geta þess að ég spila með UMFÁ en spilaði þó ekki þennan leik þar sem ég er að kljást við hnjask í nára. Meira um leikinn hér.

* Í morgun fór ég til taugasérfræðing til að láta skoða á mér lappirnar. Ekkert sérstakt kom þar í ljós, þrátt fyrir ca 20 rafstuð sem læknirinn gaf mér í fæturnar, bæði fyrir og eftir að hann stakk nál í kaf í vöðvana. Læknirinn sagði þó á einum (eða tveimur) tímapunkti (eða punktum):
„Þú ert með taugarnar á fáránlegum stöðum í fætinum!“


* Í dag stóð ég við mín áform um að gera ekkert annað en að borða bollur. Ég náði að klára tvær. Ég er mjög seinn að borða.

* Í kvöld fór ég svo á körfuboltaæfingu og rústaði á mér náranum alveg upp á nýtt. Ég stíg mjög fast í vitið.

* Kolla systir mín og Árni Már trúlofuðu sig um helgina. Til hamingju með það! Kolla varð í 2. sæti í trúlofunarleik okkar systkina. Ég er í langsíðasta.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.