Nammilausi dagurinn fer að nálgast en hann fer fram hvert einasta ár þegar mér hentar. Í ár fellur hann á 26. janúar næstkomandi. Þessi dagur er haldinn hátíðlegur til að sporna við slæmu mataræði mínu.
Ég nota nammi til að halda mér vakandi yfir daginn. Þá vaknar spurningin; hvernig held ég mér vakandi á laugardaginn? Hér eru nokkrar tillögur:
* Neyta ólöglegra örvandi efna. Ólögleg örvandi efni hafa of örvandi áhrif á mig. Það er ekki vinsælt í vinnunni að kýla kviknakinn og öskrandi í veggi.
* Fara snemma að sofa daginn áður. Við vitum öll að það er útilokað.
* Drekka kaffi. Það er sama hversu mikið ég hata sjálfan mig, ég get ekki fengið mig til að drekka þennan viðbjóð.
* Leggja mig yfir miðjan dag. Laugardagurinn er skipulagður frá morgni til kvölds og enginn tími gefst til lagningar.
* Hengja mig. Það er slæmt til lengri tíma litið.
* Háma í mig orkudrykki. Einn orkudrykkur virkar á mig í ca korter. Ef ég drekk fleiri en 3 á sólarhring líður mér illa innvortis. Ekki þess virði.
* Borða nammi þegar enginn sér til og segja engum frá því. Eina gallalausa hugmyndin.
Meira um þennan dag síðar.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.