Undanfarið hef ég barist hatursfullur við nammifíkn mín. Mér hefur verið bent á að hafa aðeins einn nammidag í viku, en að bíða heila viku eftir því að fá að borða nammi er mér um megn eða hefur verið það hingað til.
Ég ætla samt að taka upp þessa nammidagareglu, nema ég ætla að breyta henni lítillega.
Óbreytt nammidagareglan felur í sér að borða aðeins nammi einn dag í viku. Í einni viku eru 168 klukkutímar. Í einum (nammi)degi eru 24 klukkutímar, eða 1/7 úr viku, auðvitað.
Hér er breytingin:
Í stað þess að borða nammi sjöunda hvern dag (og borða þá nammi í sólarhring), hyggst ég borða nammi sjöunda hvern klukkutíma (og borða þá í eina klukkustund). Samtals mun ég því borða nammi í 24 klukkustundir á einni viku eða einn sólarhring.
Mér finnst líklegt að ég bugist undan fíkninni. Ef það gerist mun ég breyta reglunni í sjöundu hverja mínútu, sem gera 24 klukkutíma yfir vikuna.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.