Í ljósi áramótaheitis (um meiri áfengisneyslu á árinu 2008) og dags (föstudagur) þá birti ég drykk dagsins:
Baileys mjólkurhristingur skref fyrir skref:
1. Slatta af vanillu- eða súkkulaðirjómaís sett í blandara (magn er smekksatriði).
2. Slatta af mjólk sett í blandara (magn er smekksatriði).
3. Slatta af Baileys sett í blandara (magn er smekksatriði).
4. Þrýst á on. Látið ganga í ca mínútu. Ef enginn on takki er á tækinu þá hefurðu líklega óvart notast við glas í stað blandara. Byrjaðu aftur á atriði númer 1.
5. Hellt í glös.
6. Rætt um hversu skemmtilegur ég sé að brydda upp á þessum gríðarlega flókna drykk á síðunni.
Sterkari útgáfa:
Skiptið út rjómaísnum, mjólkinni og Baileys fyrir Vodka. Skipti blandaranum út fyrir glas.
Njótið.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.