Í dag ætlaði ég í Kringluna til að borga eitt stykki reikning og spyrja spurninga varðandi reikninginn. Ég vafraði í kringlum Kringluna í 25 mínútur áður en ég gafst upp og fór heim. Svo virðist sem 70% Reykvíkinga hafi mætt þangað í dag, hver á tveimur bílum.
Í kvöld ætlaði ég svo í keilu. Eftir að hafa beðið eftir afgreiðslu í 25 mínútur gafst ég upp og fór heim. Svo virðist sem afgreiðslumaðurinn hafi ekki haft undan að afgreiða alla aðra en mig, en talsverður fjöldi var í Öskjuhlíðinni.
Þá kem ég mér að kjarna málsins: er ekki kominn tími á fólksfækkunarplan eitthvað? Bara hugmynd.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.