miðvikudagur, 12. desember 2007

Samstarfsvinur minn Jónas keypti sér Toyota á árinu. Um jólin fékk hann svo konfektkassa sendan frá Toyota umboðinu. Út frá þessari staðreynd dreg ég ályktun. Ég geri ráð fyrir því að með meiri pening sem maður eyðir í bíl frá viðkomandi umboði, því merkilegri er gjöfin.

Samkvæmt þessari kenningu á ég von á frumburði forstjóra Peugeot í pósti. Sem betur fer er ég skráður með rangt heimilisfang í þjóðskránni.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.