Í dag fékk ég hnausþykka íþróttapeysu merkta Utah Jazz sem ég hafði pantað mér á Ebay fyrir einhverju síðan.
Til að passa í hana þarf ég bæði að hækka um ca 40 cm og þyngjast um 250 kíló, þar sem hún virðist vera 70 númerum of stór. Ég vissi þetta þó þegar ég pantaði hana.
Það er er nefnilega ekkert þægilegra en að klæðast þykkri og hlýrri peysu á köldum vetrardegi. Svo er líka gott að vera í peysu sem er nokkrum fermetrum of stór og ímynda sér að ég sé 6 ára krakki í meðalstórri peysu, skjálfandi úr grátekka og fortíðarþrá.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.