Frá því ég kom til Egilsstaða, þann 22. desember eða fyrir 5 dögum síðan hef ég farið 4 sinnum í körfubolta. Þrisvar í Fellabæ og einu sinni á Hallormsstöðum. Á morgun er svo æfing á Egilsstöðum.
Í hvert sinn hef ég spilað í ca tvo og hálfan tíma, sem gera 150 mínútur í hvert sinn eða samtals 600 mínútur.
Á hverri nóttu hef ég sofið um 10 tíma eða í 600 mínútur á nóttu. Það eru 3.000 mínútur alls.
Afganginn, 3.600 mínútur, hef ég notað þaulskipulega í að gera alls ekki neitt, ef frá eru taldar þær 7 mínútur sem fóru í að skrifa þessa færslu.
Ef einhver þarf að láta gera eitthvað fyrir sig, hvað sem er, þá endilega hafið samband.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.