Í annað sinn á þessu ári fer ég með bílinn minn í smávægilega viðgerð (fyrra skiptið var það olíuskipti og núna vatnsleki) og í annað sinn á þessu ári er headpakkning farin í þessari sorglegu hugmynd að bíl, sem Peugeotinn minn er.
Þetta er kostnaður upp á ca helming mánaðarlauna minna. Jólagjöfin mín til allra er því eitt högg í peugeotinn með barefni að eigin vali. ATH. Látið mig vita áður þið takið gjöfina út, svo mér bregði ekki.
Ég hef ákveðið að beisla reiðina sem fylgir því að eiga þennan bíl og nota orkuna sem verður til í að smíða flugmóðuskip.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.