Það virðist vera í tísku að hunsa mig í viðtölum hjá fjölmiðlum. Nú hefur blaðið Víkurfréttir bæst í hóp blaða sem tekur ekki viðtal við mig. Ég held áfram að berjast gegn eineltinu og svara spurningunum samt. Ég ætti að vera maður vikunnar hjá Víkurfréttum. Hér svara ég spurningunum:
Nafn: Finnur Torfi Gunnarsson.
Fæðingardagur og ár: 28. júlí 1978.
Atvinna: Tölfræðigreinir hjá 365.
Börn: Nei takk, er nýbúinn að borða.
Áhugamál: Körfubolti, tölfræði, kvikmyndir, skrif, gamanmál.
Hvaða bók ertu að lesa og hvaða bók langar þig að lesa? Er að lesa Tricks of the mind eftir Derren Brown. Langar að lesa bókina Guð er ekki til eftir Illuga Jökulson.
Hvað er það fyrsta sem kemur upp í hugann á morgnanna? "Andskotinn".
Ef þú gætir unnið við hvað sem er, hvað væri það og af hverju? Við að taka niður og flokka körfuboltatölfræði. Af því þá væri ég að vinna við það sem ég vildi vinna við.
Hvað er það allra skemmtilegasta sem þú gerir? Spila körfubolta, skoða körfuboltatölfræði, horfa á bíómyndir, sofa.
Hvað er það sem fer mest í taugarnar á þér? Ótillitsamt og eigingjarnt fólk.
Hvað er næst á dagskrá hjá þér? Að skreppa í DV með reikning eftir vinnu. Svo vonandi að ég nenni í ræktina.
Hvað gerir þú til að láta þér líða vel? Ég sef.
Hvað er með öllu ónauðsynlegt að þínu mati? Sigarettur, trú og nærbuxur.
Ef þú værir bæjarstjóri Garðabæjar í einn dag, hvað væri það fyrsta sem þú myndir gera? Ég myndi reyna að finna Garðabæ.
Ef þú gætir verið einhver einstaklingur úr veraldarsögunni, hver myndir þú vera og af hverju? Barna barna barna barn mitt eftir ca 150 ár.
Gætir þú lifað án síma, tölvu og sjónvarps? Já. Ég las það einhversstaðar á internetinu að það sé hægt að venjast öllu.
Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur gert? Ég færi ekki að segja frá því, þar sem það var neyðarlegt.
Ein góð saga úr „bransanum“? Nei. Miklu fleiri en ein.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.