Ég er mjög vondur í að taka fljótfærnisákvarðanir. Nokkur dæmi:
* Keypti mér Peugeot bíl.
* Flutti til Reykjavíkur.
* Vel mér alltaf raðir sem stoppa á miðaldra kellingum í verslunum.
* Hver einasta hreyfing mín í körfubolta er illa ígrunduð.
Allavega, í dag tók ég bestu fljótfærnisákvörðun ævi minnar þegar ég fór í klippingu og samþykkti að láta þvo mér um hárið.
Ekkert fór úrskeiðis. Ótrúleg heppni.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.