Ég vaknaði í morgun við að ég var að tannbursta mig og blótandi yfir því að þurfa að fara í vinnuna svona þreyttur. Allt í einu byrjaði ég að hugsa. Ég hugsaði: "hvernig í fjandanum komst ég hingað?". Ég gat ekki svarað spurningunni, þannig að ég ákvað að rannsaka málið.
Viti menn, ég var að ganga/tannbursta mig í svefni klukkan 3 að nóttu.
Hvernig stendur á því að ég get ekki gert neitt leiðinlegt í svefni eins og að þrífa íbúðina eða lyfta lóðum?
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.