Ég hef hnoðað saman nokkrum orðum um leik UMFÁ gegn Glóa á mánudaginn og sett á aðdáendasíðu UMFÁ. Þar er einnig fullkomna tölfræðiskýrslu frá leiknum sem Gísli setti saman að finna ásamt myndir úr leiknum. Kíkið á það hér.
Eftir að hafa litið á tölfræðina í leiknum sé ég að það gerðist mun meira á vellinum en tölfræðin gefur til kynna. Hér eru nokkur atriði sem finnast ekki á tölfræðiskjalinu:
* Stoðsendingin mín var sú versta sem send hefur verið.
* Ég varði 5 skot en í öllum tilvikum var flautað og eitthvað dæmt á einhvern. Yfirleitt á mig. Yfirleitt rangur dómur.
* Það mátti ekki reyna að stela bolta, þá var dæmd villa.
* Ég fékk fínt olnbogaskot í andlitið í miðjum leik. Ég þóttist vera harður en grét innra með mér. Í dag er ég hvellaumur í andlitinu og ekki svo harður.
* Fjórir í okkar liði notuðu svitabönd. Tveir hjá Glóa.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.