Eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að hlakka til einhvers en þegar þetta er ritað hef ég ekki hlakkað til neins í marga mánuði. Ég veit samt að ég á eftir að hlakka til einhvers í framtíðinni, ég bara veit ekki hvers. Ég vil gjarnan flýta þessu ferli og hlakka til einhvers strax í dag.
Það má því segja að ég hlakki til að hlakka til einhvers.
Vandamál leyst.
Næsta vandamál: Ég er ekki heimsins besti elskhugi. Ég hvílist ekki fyrr en þetta hefur verið leyst!
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.