fimmtudagur, 18. október 2007

Ég hef verið valinn í lið Álftaness í körfubolta fyrir næsta leik. Þetta kollvarpar öllum mínum plönum fyrir framtíðina. Ég fer um helgina til Vestmannaeyja að spila gegn ÍBV.

Í kjölfarið get ég ekki lengur sagst aldrei hafa farið til Vestmannaeyja, sem veldur því að ég verð hrókur alls fagnaðar í flestum, ef ekki öllum partíum eftir helgina. Rökrétt framhald væri svo að segja upp vinnunni til að einbeita mér að körfunni og partíunum, sem leiðir til dópneyslu og líklega sjálfsvígs fljótlega eftir það.

Ótrúlegt hvað lífið breytist fljótt. Ég get ekkert gert í þessu. Það var ekki ég sem valdi í liðið.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.