fimmtudagur, 18. október 2007

Síðasta bloggfærsla var bloggfærsla númer 3.000 á þessari síðu. Fáránlegt! Þá er kominn tími á tölfræði.

Ég byrjaði að blogga 3. október 2002 og hef því bloggað í 5,04 ár eða í 1.841 dag. Ég steingleymdi að halda upp á 5 ára afmælið fyrir 15 dögum síðan, sökum nammivímu.

Ég hef skrifað 1,63 bloggfærslur á dag í þessi rúm 5 ár eða 595 bloggfærslur á ári. Þar af hef ég hætt að blogga tvisvar, í annað skiptið í meira en mánuð.

Hver segir svo að ég sé einmanna, sorglegur og ömurlegur nörd sem kann ekki að nýta tíma sinn í eitthvað gáfulegt? Ekki ég.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.