mánudagur, 22. október 2007

Ég hef snúið aftur frá Vestmannaeyjum, þar sem körfuboltaliðið mitt spilaði gegn ÍBV.

Ferðasagan:

Laugardagur
10:00 Lögðum af stað til Þorlákshafnar þar sem við tókum Herjólf til eyja.
12:00 Herjólfur leggur af stað.
12:03 Ég byrja að æla.
13:30 Nokkrir aðrir í liðinu byrja að æla.
15:00 Herjólfur kemur til eyja.
15:25 Ég hætti að æla.
17:00 Leikurinn gegn ÍBV byrjar. ÍBV 87 Álftanes 74. Daði stigahæstur með 33 stig. Ég með 6 stig, 3 fráköst, 3 blokkeringar og enga ælu á 15 mínútum. Við áttum að vinna þetta.
19:00 Búnir að koma okkur fyrir á gistiheimili og förum út að borða.
21:00 Póker spilaður. 10 manna mót, sem ég vinn.

Sunnudagur
01:00 Leikmenn fara út að skemmta sér. Ég fer að sofa.
03:00 Leikmenn fara að týnast inn. Ég vaki.
07:00 Leikmenn vakna og fara með Herjólfi til baka. Ég, Davíð og Gutti neitum að fara í Herjólf og ætlum að fljúga kl 12:00.
12:00 Flugi frestað.
15:00 Reddum flugi að Bakka. 6 mínútna flug = 2.500 krónur.
15:06 Leigjum bíl og keyrum til borgarinnar.
15:30 Ég fæ miklar æluharðsperrur.
18:00 Komnir í bæinn, búnir að skila bíl og í vondum gír.

Þó að lítið hafi gengið upp í þessari ferð var hún ótrúlega skemmtileg.

Ég vil ítreka ælutíma minn. Hann er ekki ýkjur. Ég ældi af miklum ákafa og áhuga í rúmar 3 klukkustundir án þess að stoppa. Þarmeð hef ég sannað það endanlega að ég er ekki kominn af víkingum, heldur kominn af frumbyggjum Íslands.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.