Eftir nýliðna helgi hef ég uppgötvað hversu stórkostlegt lífið er. Núna, sama hversu illa mér líður eða slæmar aðstæðurnar eru, get ég alltaf bætt við "en ég er þó ekki um borð í Herjólfi [að æla]" og ljómað af hamingju.
Annars var ég að togna á hægri hendi á æfingu í gær. Frekar óheppileg tognun fyrir körfuboltann en ég er þó ekki um borð í Herjólfi.
Ég mun birta myndir frá keppnisferðinni til Vestmannaeyja fljótlega. Netið datt út heima fyrir helgi og hefur ekki dottið inn aftur. Þegar það gerist, detta myndir inn líka. Þangað til verð ég að bíða eftir því að Síminn nenni að gera við bilunina. Stórkostlega ömurleg þjónusta þar, en ég er þó ekki um borð í Herjólfi.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.