fimmtudagur, 25. október 2007

Ég hef loksins jafnað mig á því að fyrrum uppáhaldsþættirnir mínir, Boston Public, hættu fyrir ca 3 árum. Ég hef lært að treysta þáttum aftur og hef eignast nýjan uppáhaldsþátt. Nýji þátturinn heitir Dexter og fjallar um blóðmeinafræðing sem stundar fjöldamorð í frístundum.

Ekki nóg með að ég fái unaðshroll um allan líkama við að horfa á hann heldur er byrjunin á þættinum sú magnaðasta sem ég hef séð um ævina. Ég skora á alla að hætta að horfa á friends og annað rusl og byrja að horfa á Dexter. Ég treysti honum nógu vel til að halda ekki framhjá mér.

Hér er byrjunin:2. sería af Dexter byrjar fljótlega á Skjá einum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.