Síðastliðin vika hefur verið mjög súrrealísk. Í henni gerðust þrír atburðir sem ég hélt að gætu ekki gerst. Hér er upptalningin:
* Ég kláraði að lesa bók. Hún heitir Gemsinn (E. Cell) eftir Stephen King (Ísl. Hörður Kristinsson). Rúmar 350 blaðsíður! Á ekki nema 7 mánuðum. Hún var frekar væmin og asnaleg.
* Bíllinn minn komst í gegnum skoðun. Eftir bara eina endurskoðun og 31.000 krónur í viðgerð, lýtaaðgerðir og mútur.
* Ég varð ekkert var við rigningu á sunnudaginn síðasta í Reykjavíkinni. Það eina sem ég þurfti að gera var að fara ekki út úr húsi.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.