föstudagur, 26. október 2007

Í dag keypti ég minn fyrsta geisladisk í amk 4 ár. Diskurinn sem varð fyrir valinu er sá nýjasti með Proclaimers og heitir Life with you. Ég hefði sennilega aldrei keypt diskinn ef ég væri ekki trylltur aðdáandi þeirra tvíbura.

Sem fær mig til að hugsa og fatta eitt. Ég held upp á þrjár hljómsveitir sem byrja á Pro. Þær eru Proclaimers, Prodigy og Propellerheads.

Þannig að ef einhver ætlar að stofna hljómsveit þá eru mjög miklar líkur á því að ég verði aðdáandi ef viðkomandi lætur hana byrja á Pro. Ég legg til nafnið Probability Distribution Function (Ísl.: Líkindadreifingarfall).

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.