Í fyrsta sinn er ég talsvert feginn því að þurfa að ganga með gleraugu. Ég var að þurrka af þeim með peysunni, eins og ég geri stundum þegar mér leiðist, og voru þau svo skítug að ég þarf sennilega að fleygja peysunni, brenna og mögulega biðja peysuguðinn afsökunnar í formi dans.
Ef ég notaði ekki gleraugu væru þessi óhreinindi í augunum á mér og ég þyrfti líklega að láta fjarlægja þau. Ég vorkenni fólki sem notar ekki gleraugu, þó ekki væri nema bara öryggisgleraugu.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.