laugardagur, 6. október 2007

Í þessari nýju íbúð minni eru 57 naglar sem skildir hafa verið eftir í veggjunum, sennilega til að halda húsinu betur saman. Þetta getur verið frekar hættulegt, sérstaklega þegar maður er hlaupandi nakinn og öskrandi um íbúðina, missandi stjórn á sér og lendandi á veggjunum.

Allavega, ég hef fundið stórkostlega lausn á vandamálinu. Hengja myndir á naglana!

Ég hef keypt 58 striga til að mála á (ég geri ráð fyrir að ég geri 1 mistök). Allt sjálfsmyndir að sjálfsögðu.

Hlakka svo að bjóða vinum í heimsókn. Það verður ekkert óhugnarlegt, ég lofa.

Allavega, ég verð upptekinn næstu 2 vikurnar. Ekki trufla.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.