Það er komið að nýju fötin keisarans vikunnar:
Veðramót, nýjasta íslenska bíómyndin þegar þetta er ritað, er lofuð í hvívetna. Fólk keppist um að öskra hrósin eftir að hafa séð hana og gekk einhver svo langt að segja hana eina bestu íslensku myndina hingað til. Hér er minn dómur:
Veðramót er ein leiðinlegasta íslenska bíómyndin hingað til. Ekki nóg með að sagan sé óáhugaverð og hundleiðinleg, persónusköpunin tilgerðarleg og ómerkileg og endirinn hræðilegur, þá kostar líka kr. 1.200 inn á hana. Leikurinn er reyndar ágætur, þegar fólk er ekki slefandi úr ofleik. Dæmigerð íslensk drama mynd um ekki neitt. Artí fartí viðbjóður. Hálf stjarna af fjórum fyrir fallegt landslag.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.