mánudagur, 15. október 2007

Þegar maður er niðurlútur er gott að láta hressa sig við. Þetta má setja í eitt orð, en það er ljótasta orð íslandssögunnar. Veist þú hvert orðið er?

Nokkrar vísbendingar:
* Orðið sem um ræðir er 7 stafir á lengd, þar af eru 5 af þeim stöfum sami stafurinn eða 71,43%.
* 5 af síðustu 6 stöfum orðsins er þessi umræddi stafur, sem þýðir að orðið byrjar ekki á algengasta stafi orðsins.
* Niðurlútur maður, sem þurfti á meiningu orðsins að halda einn slæman veðurdag, kastaði upp yfir sjálfan sig við að heyra orðið.
* Ef orðinu er snúið við þýðir það ekki neitt.
* Ef stöfum orðsins er skipt út fyrir stafina f, i, n, n, u og r þá kemur nafnið mitt fram í orðinu.

Getið nú (í athugasemdum) hvert orðið er.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.