Fyrri keppnin var sveitaskákmót, þar sem ég keppti á 6. borði sveitar austurlands. Eftir að hafa kviðið fyrir því í rúma viku, með viðeigandi blóðælum, að sitja og tefla í 4-6 klukkustundir, náði ég að merja sigur á 20 mínútum eftir 21 leik. Andstæðingur minn var 13 ára stelpa, sem er talsvert merkilegt þar sem ég er 7 ára strákur andlega. Ég held að sveitin hafi unnið umferðina. Ég rauk á dyr, kviknakinn yfir velgengni minni.
Hin keppnin var annar vináttuleikur í körfubolta gegn Glóa, sem við unnum 50-46. Það mun ekki nokkur lesandi trúa þessu en ég náði í byrjunarlið. Hér er línan mín:

Ég mun, eins og alþjóð sér, ekki ná í byrjunarlið aftur.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.