þriðjudagur, 23. október 2007

Ein aðstaða er til sem gæti sett alla enska stafsetningu í uppnám og kollvarpað hugmyndum vísindamanna um rökrétta hugsun. Sú aðstaða er ef að söngkonan Cher myndi byrja að drekka te af svo miklum áhuga að hún myndi vilja sameina nafn sitt áhugamálinu. Úr yrði nafnið TeaCher.

Tea-Cher yrði borið fram Tí-sjer.

Orðið teacher er nú þegar til og þýðir kennari. Það er hinsvegar borið fram tít-sjer.

Þarna gæti Cher, með smá lagni, látið fella niður seinna té-ið úr framburðinum á orðinu teacher (kennari) eða látið bera nafn sitt fram eins og um væri að ræða kennara (TeaCher).

Annað áhugavert:
Stafurinn t er borinn fram "té", sem er mjög líkt orðinu te, sem Cher þyrfti einmitt að drekka til að breyta þessu öllu. Ótrúlegt.

Heimildaskrá:
Andrésblað númer 12 2007.
Skæri.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.